Ekkert til að biðjast afsökunar á Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. október 2006 05:00 Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar