Innlent

Lífræn kjötsúpa handa öllum

Grænmetissúpa Að þessu sinni verður einnig boðið upp á lífræna grænmetissúpu auk hinnar hefðbundnu kjötsúpu.  Ostabúðin mun sjá um gerð hennar.
Grænmetissúpa Að þessu sinni verður einnig boðið upp á lífræna grænmetissúpu auk hinnar hefðbundnu kjötsúpu. Ostabúðin mun sjá um gerð hennar.

Árlegur kjötsúpudagur verslana og íbúa við Skólavörðustíg er haldinn í fjórða sinn í dag. Í tilefni hans verða verslanir og veitingastaðir götunnar opnir fram eftir degi og gestum boðið upp á veglega kjötsúpu.

Eggert Jóhannsson feldskeri er einn þeirra sem hefur haft veg og vanda af hátíðinni. Hann segir mikla stemningu fylgja kjötsúpudeginum og vonar að hann sé kominn til að vera. Í ár verður einnig boðið upp á grænmetissúpu úr lífrænt ræktuðu grænmeti fyrir þá sem vilja ekki kjötsúpuna en í henni er líka lífrænt ræktað grænmeti. Núna erum við með lífræna kjötsúpu líka. Hún verður elduð af Sigga Hall að hætti Sigga Hall. Svo munu kokkar Ostabúðarinnar matreiða grænmetissúpuna.

Verslanirnar við Skólavörðustíg munu standa fyrir fjölmörgum skemmtiatriðum yfir daginn auk þess sem ýmsir þekktir einstaklingar úr þjóðlífinu munu taka þátt í framreiðslu súpunnar, annars vegar í verslun Eggerts og hins vegar fyrir framan Hegningarhúsið. Eggert hafði heyrt af fyrirhuguðu hungurverkfalli vistmanna Hegningarhússins en var sannfærður um að þeir myndu gefast upp strax og ilmurinn af kjötsúpunni næði til þeirra.

Hann sagði ekkert því til fyrirstöðu að bjóða þeim upp á disk ef vilji væri fyrir því. Það er enginn útilokaður í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×