Innlent

Skoða nýtt húsnæði

heiðar 
guðnason
heiðar guðnason

Erfiðlega hefur gengið að finna kaffistofu Samhjálpar nýjan samastað. Þar hefur fátækt fólk getað fengið mat í 21 ár en daglega leita um 80 manns þangað.

Samhjálp seldi húsnæðið fyrr á árinu vegna þrýstings frá skipulagsyfirvöldum og fyrirheiti frá borginni um að nýtt húsnæði yrði fundið í tæka tíð. Það hefur ekki gengið sem skyldi og segir Heiðar Guðnason forstöðumaður óvissuna hafa tekið á. Nýr eigandi hafi verið liðlegur en verði að fá húsnæðið mjög fljótlega.

„Við erum loksins að fara að skoða hús á mánudag og vonum hið besta,“ segir Heiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×