Innlent

Hækkunin breytir engu

Stefán Úlfarsson, hagfræðingur ASÍ.
Stefán Úlfarsson, hagfræðingur ASÍ. MYND/vilhelm

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands, ASÍ, krefst þess að staðið verði við gefin loforð um endurreisn vaxtabótakerfisins frá því í sumar. ASÍ telur tuttugu og fimm prósenta hækkun eignastuðla engan veginn fullnægjandi og sýnir að hækkunin þyrfti að nema 83 prósentum í mörgum tilvikum.

Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að fasteignaverð hafi hækkað mikið á síðustu tveimur árum og um leið fasteignamatið þannig að hrein eign hafi hækkað svo mikið hjá mörgum fjölskyldum að þær eigi ekki lengur rétt á vaxtabótum. Þetta geti munað hátt í þrjú hundruð þúsundum á ári fyrir margar fjölskyldur.

Sumir sem hefðu undir venjulegum kringumstæðum átt að fá yfir 200 þúsund krónur fá ekki neitt. Í ljósi þessa settum við fram kröfu um að kerfið yrði endurreist og fengum loforð stjórnvalda í sumar um að gerðar yrðu leiðréttingar, segir hann.

Í aðgerðum stjórnvalda til að endurreisa vaxtabótakerfið nú felst 25 prósenta hækkun á eignamörkum en í mörgum tilvikum breytir sú hækkun engu. Eignaverðið hefur hækkað svo mikið að það þarf að hækka viðmiðin miklu meira en stjórnvöld eru tilbúin til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×