Enski boltinn

Vill notast við tæknina

Vill sjá dómara styðjast við myndbandsupptökur.
Vill sjá dómara styðjast við myndbandsupptökur. MYND/nordicphotos/getty images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill að sjónvarpsupptökur verði notaðar sem fyrst til að aðstoða dómara. Mark sem virtist fullkomlega löglegt var dæmt af Arsenal í leik liðsins gegn CSKA Moskvu í síðustu viku þegar dómarinn taldi að Thierry Henry hefði lagt boltann fyrir sér með hendinni.

"Réttlætið verður að ná fram að ganga. Það er þörf á að notast við myndbandsupptökur og af hverju að vera á móti þeim ef þær hjálpa til? Það er erfitt að kyngja mistökum eins og þeim sem gerð voru í þessum leik. Ég vil sjá dómarana sjálfa fara fram á að fá að notast við tæknina," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×