Viðskipti innlent

Pliva lýst vel á tilboð Actavis

Merki Actavis.
Merki Actavis.

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva segir yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið endurspegla sanngjarnt verðmat. Fréttaveita Reuters bendir á að stjórninni lítist þrátt fyrir það betur á samruna við bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr.

Actavis hækkaði tilboð sitt í bréf Pliva í síðustu viku úr 743 kúnum á hlut í 795 kúnur á hlut. Barr hefur sagt að það muni í síðasta lagi svara því í dag hvort hærra tilboð verði lagt fram í króatíska lyfjafyrirtækið. Hefur Reuters eftir sérfræðingi við Raiffeisensbank að líkur séu á að Barr hækki tilboð sitt.

Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í morgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut sem er 6 prósentum hærra en tilboð Actavis hljóðar upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×