Viðskipti erlent

Nasdaq stærsti hluthafi í LSE

Frá kauphöllinni í Lundúnum.
Frá kauphöllinni í Lundúnum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi hækkuðu um 14 prósent í morgun eftir að Nasdaq-markaðurinn greindi frá því eftir lokun markaða í New York í Bandaríkjunum í gær að hann hefði keypt 14,99 prósent í LSE og væri orðinn stærsti hluthafi hennar.

Nasdaq-markaðurinn keypti samtals 38,1 milljón hluta í LSE í gær frá nokkrum hluthöfum fyrir 1.175 pens á hlut. Yfirtökutilboð Nasdaq-markaðarins í síðasta mánuði hljóðaði upp á 950 pens á hlut.Nasdaq féll frá tilboðinu í LSE án skýringa í lok mánaðarins en tryggði sér rétt til að gera annað tilboð innan hálfs árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×