Sport

Yao Ming gæti misst úr hálft ár

"Houston - Okkur er vandi á höndum."
Yao Ming hefur aldrei spilað betur en á síðustu tveimur mánuðum, en nú er ljóst að hann verður frá keppni í allt að hálft ár vegna fótbrots.
"Houston - Okkur er vandi á höndum." Yao Ming hefur aldrei spilað betur en á síðustu tveimur mánuðum, en nú er ljóst að hann verður frá keppni í allt að hálft ár vegna fótbrots. NordicPhotos/GettyImages

Carroll Dawson, framkvæmdastjóri Houston Rockets, segir að kínverski miðherjinn Yao Ming þurfi að gangast undir uppskurð eftir að hann fótbrotnaði í leik gegn Utah Jazz í fyrrinótt og verði væntanlega frá keppni í fjóra til sex mánuði í kjölfarið. Þetta þýðir að Ming verður varla kominn almennilega í gang með liði Houston á ný fyrr en halla tekur í næstu jól.

Lið Houston hefur byggt að mestu á ofurstjörnum sínum þeim Tracy McGrady og Yao Ming á undanförnum árum, en þeir voru báðir í miklum meiðslum í vetur og árangur liðsins eftir því. McGrady á við þrálát bakmeiðsli að stríða og virðist eiga mjög erfitt að ná sér að fullu. Það vakti því skiljanlega litla kátínu í herbúðum liðsins þegar í ljós kom að Ming væri fótbrotinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×