Tónlist

Fulltrúar Íslands í ham

Engu gleymt Liðsmenn rokksveitarinnar Ham stóðu sig með mikilli prýði í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.
Engu gleymt Liðsmenn rokksveitarinnar Ham stóðu sig með mikilli prýði í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. MYND/KS

Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel.

Í það minnsta var góð stemning upp við sviðið á meðan þeir félagar gerðu sitt. Á dagskránni voru einnig færeysku hljómsveitirnar 200 og Makrel en frá Grænlandi kom Chilly Friday sem sögð er vinsælasta hljómsveitin í heimalandinu. Danirnir í Who Made who, sem spiluðu á Iceland Airwaves, litu einnig við. Þessi sérstaka rokkhátíð tókst ágætlega þótt mætingin hefði mátt vera betri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.