Innlent

Helsta baráttumálið í höfn

Guðjón Guðmundsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks
Guðjón Guðmundsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks

Guðjón Guðmundsson varaþingmaður tók sæti Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á Alþingi á þriðjudag.

Guðjón sat um árabil á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vakti ekki síst athygli fyrir baráttu sína fyrir að Íslendingar tækju upp hvalveiðar á ný. „Þegar ég flutti málið í fjórða sinn 1999 var það loksins samþykkt. Þá var hvalveiðibanninu aflétt og ríkisstjórninni falið að fylgja því eftir,“ segir Guðjón.

Hann telur sig ekki verða verkefnislausan í stjórnmálunum eftir að veiðar hófust á ný, alltaf séu verkefni að fást við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×