Innlent

Segir upp 20 starfsmönnum

Byggingafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hefur sagt upp öllum nema tveimur starfsmönnum á Akranesi, eða tuttugu iðnaðarmönnum og verkamönnum.

Halldór Karlsson, verkefnisstjóri fyrirtækisins, segir að engar upplýsingar verði gefnar að svo stöddu. Þetta mál sé í vinnslu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa þær upplýsingar að næg verkefni séu hjá fyrirtækinu næstu tvö árin. Hann óttast að mönnunum hafi verið sagt upp til að ráða verktaka með ódýrt, erlent vinnuafl í staðinn.

„Fyrirtæki sem greiða hefðbundin markaðslaun eru ekki samkeppnisfær við fyrirtæki með ódýrara vinnuafl,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×