Innlent

Viðvörun vegna fjársvikamáls

Að minnsta kosti tveir Íslendingar hafa lent í umfangsmikilli fjársvikastarfsemi á netinu sem teygir anga sína um alla Evrópu. Ríkislögreglustjóri gaf út viðvörun vegna þessa á föstudag. Vísvitandi þátttaka í svikum á borð við þessi varðar við fjársektir og jafnvel fangelsi.

Svikin fara þannig fram að fólk fær atvinnutilboð í tölvupósti í nafni þekkts fyrirtækis. Þegar tilboðið hefur verið samþykkt er viðkomandi beðinn um bankaupplýsingar og peningar lagðir inn á reikninginn. Síðan er viðkomandi beðinn um að senda peningana áfram til Evrópu að frádregnum fimm prósentum fyrir ómakið.

Þeir sem falla í gildruna fá bréf nokkrum dögum seinna þar sem krafist er endurgreiðslu á fénu sem millifært var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×