Jólaljós í nóvember 5. nóvember 2006 08:45 Kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við verslun Blómavals í Skútuvogi í gær. MYND/Daníel Rúnarsson Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira