Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa 5. nóvember 2006 08:15 Sveinn Hlífar Skúlason „Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi." Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi."
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira