Einlægi Írinn gefur út 9 6. nóvember 2006 16:30 Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Damien Rice sló rækilega í gegn með frumraun sinni, O. Þar heilluðust menn af einlægni þessa smávaxna Íra og fallegum lagasmíðunum þar sem angurværðin var í fyrirrúmi. Lög af plötunni hljómuðu í kjölfarið ótt og títt bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, þar á meðal Closer, auk þess sem útvarpsstöðvar voru duglegar við að spila Damien Rice. Ári síðar gaf hann síðan út plötuna B-sides sem hafði að geyma sjö lög sem ekki höfðu verið gefin út í Bandaríkunum áður. Fékk sú plata einnig mjög góðar viðtökur.Þrisvar á ÍslandiBiðin eftir nýju plötunni hefur því verið erfið á meðal aðdáenda hans. Hér á landi minnast menn vafalítið tvennra eftirminnilegra tónleika sem hann hélt á Nasa fyrir tveimur árum. Hreifst hann svo mjög af landi og þjóð er hann var staddur hér vegna fyrri tónleikanna að hann bað sérstaklega um að fá að halda hér aðra tónleika. Einnig spilaði hann á náttúruverndartónleikunum í Laugardalshöllinni í byrjun ársins ásamt fleiri listamönnum. Flutti til ÍtalíuDamien Rice, sem verður 36 ára í desember, eyddi æskuárum sínum í smábænum Cebridge á Írlandi. Málaði hann málverk og samdi lög og á endanum stofnaði hann hljómsveitina Juniper. Gerði sveitin samning við útgáfufyrirtækið Polygram árið 1997 og átti tvo ágætlega vinsæl lög í írska útvarpinu. Þegar vandræði komu upp í kringum upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar tók Rice pokann sinn og flutti til Ítalíu árið 1999. Þar, og víðar um Evrópu, flakkaði hann um með gítarinn sinn og söng fyrir gesti og gangandi.Innan við ári síðar fluttist hann heim til Írlands og tók upp plötuna O eftir að hafa fengið hjálp frá vini sínum David Arnold, sem hafði góð sambönd innan tónlistargeirans. Líkaði honum vel við tónlist Rice og ákvað að gefa honum tækifæri.Stjarna fæddFyrsta smáskífulagið, The Blower"s Daughter, fór beint á topp 20 haustið 2001 og ljóst var að ný stjarna var fædd. Platan kom út 2002 og var mjög vel tekið og fékk Rice Shortlist-tónlistarverðlaunin árið eftir. Honum til aðstoðar á plötunni var m.a. söngkonan Lisa Hannigan sem kom fram á seinni tónleikunum á Nasa og sellóleikarinn Vyvienne Long. Voru þær honum og til halds og trausts á nýju plötunni, enda nauðsynleg viðbót við fallega tóna Rice. Til stuðnings Suu KyiRice hefur einnig látið sig mannréttindi og umhverfismál varða, eins og náttúruverndartónleikarnir í Höllinni bera vott um. Hefur hann m.a. studd dyggilega við lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi frá Mjanmar sem hefur verið í stofufangelsi þar í landi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Rice gaf út lagið Unplayed Piano í fyrra og rann allur ágóðinn af sölu þess til baráttunnar fyrir frelsi Suu Kyi. Smáskífulagið 9 CrimesFyrsta smáskífulag 9 heitir 9 Crimes. Á plötunni eru tíu lög og er hvert öðru betra. Er ljóst að Rice hefur tekist að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar með annarri gæðaplötu, þar sem rólegheitin og innlifunin eru sem fyrr í fyrirrúmi.Til að fylgja plötunni eftir mun Rice fara í tónleikaferð um Bandaríkin í nóvember og desember. Hann mun jafnframt spila í kvöldþætti Jays Leno 9. nóvember, í þætti Jools Holland kvöldið eftir og hinn 17. verður hann í þætti Conans O'Brien. Eftir áramót má búast við umfangsmikilli tónleikaferð um Evrópu. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Damien Rice sló rækilega í gegn með frumraun sinni, O. Þar heilluðust menn af einlægni þessa smávaxna Íra og fallegum lagasmíðunum þar sem angurværðin var í fyrirrúmi. Lög af plötunni hljómuðu í kjölfarið ótt og títt bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, þar á meðal Closer, auk þess sem útvarpsstöðvar voru duglegar við að spila Damien Rice. Ári síðar gaf hann síðan út plötuna B-sides sem hafði að geyma sjö lög sem ekki höfðu verið gefin út í Bandaríkunum áður. Fékk sú plata einnig mjög góðar viðtökur.Þrisvar á ÍslandiBiðin eftir nýju plötunni hefur því verið erfið á meðal aðdáenda hans. Hér á landi minnast menn vafalítið tvennra eftirminnilegra tónleika sem hann hélt á Nasa fyrir tveimur árum. Hreifst hann svo mjög af landi og þjóð er hann var staddur hér vegna fyrri tónleikanna að hann bað sérstaklega um að fá að halda hér aðra tónleika. Einnig spilaði hann á náttúruverndartónleikunum í Laugardalshöllinni í byrjun ársins ásamt fleiri listamönnum. Flutti til ÍtalíuDamien Rice, sem verður 36 ára í desember, eyddi æskuárum sínum í smábænum Cebridge á Írlandi. Málaði hann málverk og samdi lög og á endanum stofnaði hann hljómsveitina Juniper. Gerði sveitin samning við útgáfufyrirtækið Polygram árið 1997 og átti tvo ágætlega vinsæl lög í írska útvarpinu. Þegar vandræði komu upp í kringum upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar tók Rice pokann sinn og flutti til Ítalíu árið 1999. Þar, og víðar um Evrópu, flakkaði hann um með gítarinn sinn og söng fyrir gesti og gangandi.Innan við ári síðar fluttist hann heim til Írlands og tók upp plötuna O eftir að hafa fengið hjálp frá vini sínum David Arnold, sem hafði góð sambönd innan tónlistargeirans. Líkaði honum vel við tónlist Rice og ákvað að gefa honum tækifæri.Stjarna fæddFyrsta smáskífulagið, The Blower"s Daughter, fór beint á topp 20 haustið 2001 og ljóst var að ný stjarna var fædd. Platan kom út 2002 og var mjög vel tekið og fékk Rice Shortlist-tónlistarverðlaunin árið eftir. Honum til aðstoðar á plötunni var m.a. söngkonan Lisa Hannigan sem kom fram á seinni tónleikunum á Nasa og sellóleikarinn Vyvienne Long. Voru þær honum og til halds og trausts á nýju plötunni, enda nauðsynleg viðbót við fallega tóna Rice. Til stuðnings Suu KyiRice hefur einnig látið sig mannréttindi og umhverfismál varða, eins og náttúruverndartónleikarnir í Höllinni bera vott um. Hefur hann m.a. studd dyggilega við lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi frá Mjanmar sem hefur verið í stofufangelsi þar í landi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Rice gaf út lagið Unplayed Piano í fyrra og rann allur ágóðinn af sölu þess til baráttunnar fyrir frelsi Suu Kyi. Smáskífulagið 9 CrimesFyrsta smáskífulag 9 heitir 9 Crimes. Á plötunni eru tíu lög og er hvert öðru betra. Er ljóst að Rice hefur tekist að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar með annarri gæðaplötu, þar sem rólegheitin og innlifunin eru sem fyrr í fyrirrúmi.Til að fylgja plötunni eftir mun Rice fara í tónleikaferð um Bandaríkin í nóvember og desember. Hann mun jafnframt spila í kvöldþætti Jays Leno 9. nóvember, í þætti Jools Holland kvöldið eftir og hinn 17. verður hann í þætti Conans O'Brien. Eftir áramót má búast við umfangsmikilli tónleikaferð um Evrópu.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira