Innlent

Tekur yfir Sparisjóð Ólafsvíkur

Gengið hefur verið frá yfirtöku Sparisjóðsins í Keflavík á Sparisjóði Ólafsvíkur. Stefnt er að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót, eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa stjórnir beggja sjóða samþykkt samninginn auk þess sem hann hefur uppáskrift Fjármálaeftirlitsins.

Sjóðirnir renna saman með þeim hætti að hlutfall eiginfjár þeirra er reiknað upp og stofnfjáreigendum úthlutað stofnfé í þeim hlutföllum. Ljóst má þó vera að Sparisjóður Keflavíkur verður ráðandi enda nærri tuttugu sinnum stærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×