Innlent

Smitandi veirusýking gýs upp

Upp á síðkastið hafa nokkrir sjúklingar verið lagðir inn á Landspítalann með noro-veirusýkingu, en hún er árlegur fjandi landsmanna. Einkenni pestarinnar eru meðal annars mikill niðurgangur og uppköst. Þeir sem leggjast inn á sjúkrahús þjást yfirleitt af uppþornun og eru undir eftirliti lækna á meðan þeim er bætt upp vökvatapið úr líkamanum. Sýkingin leggst verst á eldra fólk og þá sem eru heilsutæpir fyrir.

Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að engin sérstök hætta sé á ferðum fyrir heilsuhraust fólk. "Þetta er ein af þessum miðsvetrarskitupestum sem ganga alltaf. Þetta eru yfirleitt stutt veikindi sem vara í einn eða tvo daga," segir Már en tekur fram að veiran geti þó verið hættuleg þeim sem eru veikburða fyrir af öðrum orsökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×