Innlent

Um eitt prósent atvinnuleysi

Vinnumarkaður Ástand á vinnumarkaði er gott. Skráð atvinnuleysi var eitt prósent í október eins og september, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Vísbendingar eru um að ástandið muni versna á næstunni, eftir því sem fram kemur á vef ASÍ.

Atvinnuleysi hefur aukist lítillega á landsbyggðinni meðal karla og kvenna og hjá körlum á höfuðborgarsvæðinu en minnkað meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um tíu þúsund erlendir ríkisborgarar hafi komið til starfa á íslenskum vinnumarkaði það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×