Innlent

Nógu rík til að eyða meira í þetta

"Það er alveg klárt að við mættum setja meiri peninga í meðferðarúrræðin,," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. "Við erum alveg nógu rík til þess. Við eigum að hafa þetta í meiri forgangi. Síðast þegar vandamálabylgja skall á okkur upp úr aldamótum þá áttu sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar. Ný efni voru að koma inn auk þess sem umgjörðin utan um ungt fólk var oft á tíðum dálítið léleg vegna fólksflutninga á Reykjavíkursvæðið.

Svo hægðist um en það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi þáttur sé að koma aftur. Það er meira umrót, mikið verið að flytja börn og unglinga til. Þá þurfum við að vera á varðbergi, styrkja umgjörðina, styrkja alla þjónustu við þá sem eru í neyslu og líka þá sem þurfa á meðferð að halda. Ég tel því að við eigum að vera vakandi núna og setja í þetta meiri fjármuni," segir Þórarinn Tyrfingsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×