Innlent

Minna verðmæti en í fyrra

Fiskafli í október var 87.230 tonn sem er svipað og á sama tíma í fyrra.

Botnfiskaflinn í október var 40.943 tonn sem er 838 tonnum minna en í október í fyrra. Þorsk- og ýsuafli var rúmlega þrjú þúsund tonnum minni í ár. Á móti samdrætti í botnfiskafla vó meiri afli í ufsa og karfa í ár.

Þar sem þorskur og ýsa er talsvert verðmætari afli en ufsi og karfi má reikna með að verðmæti októberaflans sé minna en í fyrra.

Síldaraflinn í október var rúmlega 43 þúsund tonn eins og í fyrra.

Heildaraflinn í ár var í lok október orðinn 1.142.451 tonn sem er 355 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra sem stafar af minni loðnuafla í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×