Innlent

Ókeypis lóðir á Skagaströnd

skagaströnd Fjórar ókeypis lóðir bíða eftir eigendum
skagaströnd Fjórar ókeypis lóðir bíða eftir eigendum Mynd/hilmar þór

Fram til áramóta verður hægt að fá byggingalóðir á Skagaströnd án þess að greiða gatnagerðargjöld. Um er að ræða lóðir við götur sem eru þegar tilbúnar. Að því er segir á heimasíðu Höfðahrepps er um að ræða fjórar lóðir undir íbúðarhús.

Umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. „Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingaframkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skuli hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðargjalda,“ segir um skilmála þessara góðu kjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×