Viðskipti innlent

Sala á ostum og smjöri eykst

Landsmenn tóku vel við sér í neyslu á mjólkurafurðum í október. Milli september og október jókst sala mjólkurafurða um 9,8 prósent á prótíngrunni miðað við sama tímabil í fyrra, en 13,9 prósent á fitugrunni. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands kúabænda. Þar er þó tekið fram að í október í ár voru söludagar einum fleiri en í fyrra.

Mest varð aukningin í neyslu á viðbiti og ostum. Jókst ostasala um 18 prósent og viðbitssala um 28,9 prósent á tímabilinu. Hins vegar varð samdráttur á sölu skyrs um tólf prósent og á jógúrti um sjö prósent. Síðustu tólf mánuði hefur prótínsala numið 113,4 milljónum lítra, sem er aukning um eitt prósent. Fitusala á sama tímabili hefur aukist um 3,1 prósent og nam hún 103,3 milljónum lítra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×