Viðskipti innlent

Verðmat á Marel lækkað

Hörður Arnarson forstjóri Greiningardeild Glitnis hefur lækkað verðmat sitt á Marel úr 79 krónum í 75 krónur á hlut.
Hörður Arnarson forstjóri Greiningardeild Glitnis hefur lækkað verðmat sitt á Marel úr 79 krónum í 75 krónur á hlut.

Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Marel. Hefur verðmatsgengi verið lækkað úr 79 krónum í 75 krónur á hlut og er virði fyrirtækisins nú metið á 27,4 milljarða króna. Nýja verðmatsgengið er 5,1 prósenti undir gengi á markaði og 1,4 prósentum yfir útboðsgengi í hlutafjárútboði félagsins í september. Ráðleggur greiningardeildin hluthöfum að halda bréfum sínum horft til lengri tíma.

Markgengi félagsins, það er spá um hvar gengi bréfa í félaginu muni standa eftir sex mánuði, er 80 krónur á hlut. Til samanburðar var markgengi við síðasta verðmat, sem gert var í september, 84 krónur á hlut.

Ástæður þess að verðmatið er lækkað eru meðal annars þær að afkoma þriðja ársfjórðungs var undir væntingum greiningardeildarinnar. Að auki hefur komið fram áætlun frá Marel um samþættingarkostnað vegna kaupanna á AEW Delford og Scanvægt og var kostnaðurinn nokkuð hærri en gert hafði verið ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×