Ökumaður á svörtum BMW stakk af 15. nóvember 2006 06:45 Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira