Innlent

Nýtt flugsafn kostar 150 milljónir

samningur um flugsafn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands.
samningur um flugsafn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands.

Áætlað er að opna nýtt og stærra flugsafn á Akureyri næsta sumar. Flugsafn Íslands áformar að byggja 2.178 fm safnhús undir starfsemi sína og er áætlaður byggingakostnaður 150 milljónir króna.

Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafnsins, segir núverandi húsnæði safnsins við Akureyrarflugvöll ekki rúma alla þá muni sem Flugsafnið eigi og því hafi verið orðið tímabært að byggja stærra húsnæði.

"Safnið hefur verið mjög vinsælt og það sem af er þessu ári hafa um 5.000 manns heimsótt safnið og er stór hluti gestanna erlendir ferðamenn."

Akureyrarbær styrkir framkvæmdina með framlagi sem nemur um þriðjungi áætlaðs kostnaðar. Þá mun menntamálaráðuneytið veita styrk til verkefnisins að upphæð 37 milljónum króna.

Flugsafn Íslands samanstendur af flugvélum og flugvélahlutum og að þar má sjá flugsögu Íslands í myndum og texta. "Safnið spannar alla flugsögu Íslands sem hófst árið 1919 þegar fyrsta íslenska flugvélin hóf sig til flugs en einnig verða á safninu sérsýningar um íslenska flugkappa. Þá stendur flugsafnið fyrir flughelgi einu sinni á ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×