Innlent

Mögulega gripið til ráðstafana

Í kjölfar fundar Fjármálaeftirlitsins (FME) með eftirlitsskyldum aðilum á tryggingamarkaði sem haldinn var í gær verður tekin ákvörðun um hvort grípa þurfi til sérstakra ráðstafanna, að sögn Rúnars Guðmundssonar, sviðstjóra vátryggingasviðs FME.

Á fundinum voru ræddar skyldur og ábyrgð vátryggingamiðlara og umboðsmanna, en FME hefur unnið að athugun á framkvæmd upplýsingaskyldu samkvæmt lögum um miðlun vátrygginga. Rúnar segir fundinn hafa verið gagnlegan þar sem skipst hafi verið á skoðunum og sjónarmiðum FME komið skýrt til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×