Tónlist

Djassað í Dómó

Davíð Þór Jónsson djasspíanóleikari
Davíð Þór Jónsson djasspíanóleikari

Múlinn er nú sestur að í glæsilegu nýju húsnæði hinna geðþekku lífskúnstnera Kormáks og Skjaldar, Domo í Þingholtsstræti. Í kvöld mæta í spilamennsku þar hressu strákarnir í Prímal Freeman til að halda uppi þéttri stemningu: Helgi Svavar Helgason, Róbert Reynisson, Davíð Þór Jónsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.

Þeir félagar lofa litríkum blæbrigðum, óræðum draumförum og nær öruggri opnun þriðja augans (trepanasjon). Frumsamið efni mun prýða dagskrána sem endranær, m.a. verður tónsmíðin „Regnbogahrossið" frumflutt.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.