Hugarsmíð Simons Cowell slær í gegn 16. nóvember 2006 11:45 Þau Louis Walsh, Sharon Osbourne og Simon Cowell hafa fengið sinn skerf af gagnrýni í bresku fjölmiðlunum. Hugmyndasmiðurinn á bak við X-Factor ætti að vera íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur en það er Idol-dómarinn Simon Cowell. Er talið að hann hafi viljað koma á fót þætti sem hann ætti sjálfur sjónvarpsréttinn að. Hugmyndin hjá Cowell hefur væntanlega verið sú að nýta eigin vinsældir, sem eru töluverðar, og átti X-Factor að koma í staðinn fyrir Pop Idol sem ýtt var út í kuldann eftir tvær þáttaraðir. Ekki gekk hins vegar þrautalaust fyrir Cowell og félaga að koma þættinum á legg á sínum tíma því gamall samstarfsfélagi Cowells, Simon Fuller, setti í fyrstu lögbann á þáttinn og taldi hann vera of líkan Pop Idol sem hann á heiðurinn að. Fyrirtækið hans 19 TV höfðaði því mál á hendur FreemantleMedia, Simon Cowell og fyrirtæki hans Simco and Syco. Málið rataði alla leið fyrir dómara en áður en hann komst að niðurstöðu sömdu nafnarnir um málalyktir og fær Fuller sinn skerf af öllum þeim gróða sem X-Factor aflar. Þáttaröðin í Bretlandi hefur jafnframt fengið sína útreið í bresku pressunni því götublöðin þar hafa verið dugleg við að herja á þáttastjórnendur og þátttakendur. Þannig hafa þau Louis Walsh og Sharon Osbourne verið sökuð um „óheiðarleg" vinnubrögð og Walsh sagður hygla keppendum sem hann þekkti áður en þeir tóku þátt. Hvað sem því líður hefur X-Factor á Bretlandi hlotið fjöldann allan af verðlaunum og hirti meðal annars The British Comedy Awards í fyrra. Breskir fjölmiðlar hafa hins vegar ósjaldan haldið því fram að þátturinn sé skipulagður í þaula, ákveðið sé fyrirfram hvaða atriði komist áfram og orðaskipti dómaranna séu skrifuð niður fyrirfram. Vakti það mikla undrun og athygli þegar Louis Walsh tilkynnti að hann hygðist ekki snúa aftur í einni þáttaröðinni og sakaði hina dómarana um einelti. Urðu fjölmiðlar enn sannfærðari um leikstýrðan þátt þegar Walsh settist í dómarasætið næstu helgi á eftir. Íslendingar tengjast bresku útgáfunni nokkuð því Nylon-flokkurinn hefur sungið með tveimur þátttakendanna sem náð hafa nokkuð langt; þær kveikja á jólaljósum í breskum smábæ með sigurvegara fyrstu keppninnar, Steve Brookstein, og voru á tónleikaferðalagi með strákasveitinni Journey South sem náðu þriðja sætinu í fyrra. Stjórnendur ITV sjá væntanlega ekki eftir þeirri ráðstöfun að leggja Cowell lið því yfir tíu milljónir manna horfa á hann, Sharon og Walsh berjast um bestu bitana. X-Factor-þátturinn er talinn vera eitt stærsta áheyrnarpróf Bretlands því þarna mega allir á aldrinum sextán ára og upp úr taka þátt. Áður en fyrsti þátturinn var gerður mættu fimmtíu þúsund þátttakendur, þeim fjölgaði í sjötíu og fimm þúsund fyrir næsta þátt og hafa verið í kringum hundrað þúsund fyrir þættina sem nú eru í gangi. Verðlaunin í Bretlandi eru heldur ekki af verri endanum, ein milljón sterlingspunda og plötusamningur og samkvæmt veðbönkum í Bretlandi fyrir þessi jól er líklegast að smáskífa sigurvegara X-Factor, sem krýndur verður í jólamánuðinum, komi til með að tróna á toppnum, en það ætti að gefa góða mynd af vinsældum þáttarins þar. Nú þegar Íslendingar halda X-Factor í fyrsta skipti komast þeir í hóp með löndum á borð við Kasakstan, Belgíu, Ástralíu, Hollandi og Kólumbíu auk Rússlands. Samkvæmt lagaákvæðum má ekki gera X-Factor í Bandaríkjunum þar sem Simon Cowell er skuldbundinn American Idol. Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hugmyndasmiðurinn á bak við X-Factor ætti að vera íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur en það er Idol-dómarinn Simon Cowell. Er talið að hann hafi viljað koma á fót þætti sem hann ætti sjálfur sjónvarpsréttinn að. Hugmyndin hjá Cowell hefur væntanlega verið sú að nýta eigin vinsældir, sem eru töluverðar, og átti X-Factor að koma í staðinn fyrir Pop Idol sem ýtt var út í kuldann eftir tvær þáttaraðir. Ekki gekk hins vegar þrautalaust fyrir Cowell og félaga að koma þættinum á legg á sínum tíma því gamall samstarfsfélagi Cowells, Simon Fuller, setti í fyrstu lögbann á þáttinn og taldi hann vera of líkan Pop Idol sem hann á heiðurinn að. Fyrirtækið hans 19 TV höfðaði því mál á hendur FreemantleMedia, Simon Cowell og fyrirtæki hans Simco and Syco. Málið rataði alla leið fyrir dómara en áður en hann komst að niðurstöðu sömdu nafnarnir um málalyktir og fær Fuller sinn skerf af öllum þeim gróða sem X-Factor aflar. Þáttaröðin í Bretlandi hefur jafnframt fengið sína útreið í bresku pressunni því götublöðin þar hafa verið dugleg við að herja á þáttastjórnendur og þátttakendur. Þannig hafa þau Louis Walsh og Sharon Osbourne verið sökuð um „óheiðarleg" vinnubrögð og Walsh sagður hygla keppendum sem hann þekkti áður en þeir tóku þátt. Hvað sem því líður hefur X-Factor á Bretlandi hlotið fjöldann allan af verðlaunum og hirti meðal annars The British Comedy Awards í fyrra. Breskir fjölmiðlar hafa hins vegar ósjaldan haldið því fram að þátturinn sé skipulagður í þaula, ákveðið sé fyrirfram hvaða atriði komist áfram og orðaskipti dómaranna séu skrifuð niður fyrirfram. Vakti það mikla undrun og athygli þegar Louis Walsh tilkynnti að hann hygðist ekki snúa aftur í einni þáttaröðinni og sakaði hina dómarana um einelti. Urðu fjölmiðlar enn sannfærðari um leikstýrðan þátt þegar Walsh settist í dómarasætið næstu helgi á eftir. Íslendingar tengjast bresku útgáfunni nokkuð því Nylon-flokkurinn hefur sungið með tveimur þátttakendanna sem náð hafa nokkuð langt; þær kveikja á jólaljósum í breskum smábæ með sigurvegara fyrstu keppninnar, Steve Brookstein, og voru á tónleikaferðalagi með strákasveitinni Journey South sem náðu þriðja sætinu í fyrra. Stjórnendur ITV sjá væntanlega ekki eftir þeirri ráðstöfun að leggja Cowell lið því yfir tíu milljónir manna horfa á hann, Sharon og Walsh berjast um bestu bitana. X-Factor-þátturinn er talinn vera eitt stærsta áheyrnarpróf Bretlands því þarna mega allir á aldrinum sextán ára og upp úr taka þátt. Áður en fyrsti þátturinn var gerður mættu fimmtíu þúsund þátttakendur, þeim fjölgaði í sjötíu og fimm þúsund fyrir næsta þátt og hafa verið í kringum hundrað þúsund fyrir þættina sem nú eru í gangi. Verðlaunin í Bretlandi eru heldur ekki af verri endanum, ein milljón sterlingspunda og plötusamningur og samkvæmt veðbönkum í Bretlandi fyrir þessi jól er líklegast að smáskífa sigurvegara X-Factor, sem krýndur verður í jólamánuðinum, komi til með að tróna á toppnum, en það ætti að gefa góða mynd af vinsældum þáttarins þar. Nú þegar Íslendingar halda X-Factor í fyrsta skipti komast þeir í hóp með löndum á borð við Kasakstan, Belgíu, Ástralíu, Hollandi og Kólumbíu auk Rússlands. Samkvæmt lagaákvæðum má ekki gera X-Factor í Bandaríkjunum þar sem Simon Cowell er skuldbundinn American Idol.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira