Innlent

Undirbúningur á fullu skriði

Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra hafnar ásökunum borgarstjóra.
Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra hafnar ásökunum borgarstjóra.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vísar á bug fullyrðingum borgarstjóra um að seinagangur í ráðuneytinu tefji byggingu nýrra hjúkrunarheimila í borginni. „Hér er unnið af fullum krafti. Verkið er komið á þann góða rekspöl að við erum að ganga frá útboðsteikningum og kanna möguleika á útboði á jarðvinnu um áramótin," segir hún.

Heilbrigðisráðherra hefur fundað með fulltrúum Sóltúns og hefur komið fram að bygging hjúkrunarheimilis í Sóltúni yrði ekki reist á styttri tíma en hjúkrunarheimili í Mörkinni við Suðurlandsbraut. „Það yrði hugsanlega svipaður byggingartími en hann yrði ekki styttri miðað við hvað við erum komin langt með undirbúningsvinnuna við Suðurlandsbraut," segir hún.

Samkomulag hefur verið undirritað um níutíu rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni og verður það tekið í notkun um áramótin 2009-2010. Hjúkrunarheimilið er í hönnun og hefjast byggingaframkvæmdir í ársbyrjun 2008.

„Það er í skoðun með Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ að það hús rísi frekar á lóð Sóltúns en það umræðuferli er ekki hafið," segir ráðherrann og vill taka fram að hún hafi ekki í hyggju að taka upp samkomulagið um Lýsislóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×