Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi 16. nóvember 2006 06:45 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar.
Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira