Innlent

Lögin nái einnig til prófkjara

Nefnd sem fjallaði um lagaumhverfi stjórnmálaflokkanna hefur lokið við drög að frumvarpi um fjármál flokkanna. Ná þau ekki einvörðungu til fjármála stjórnmálaflokka heldur til flestra þátta er snerta stjórnmál, til dæmis til prófkjara.

Málið hefur verið unnið í kappi við tímann því gert er ráð fyrir stórauknum framlögum ríkisins til stjórnmálaflokkanna og nauðsynlegt að tekið sé tillit til þess við meðferð fjárlagafrumvarps næsta árs.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og formaður nefndar um lagaumhverfi stjórnmálaflokkanna, segir að eftir sé að vinna og kynna aðra þætti er snúa að stjórnmálunum því nefndinni var gert að fjalla um lagaumhverfi stjórnmálanna – ekki aðeins fjármál. Er stefnt að því að opinbera störf nefndarinnar eftir helgi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða settar hömlur á framlög fólks og fyrirtækja til stjórnmálastarfsemi en á móti koma aukin ríkisframlög. Þá verður flokkunum gert að opna bókhald sitt, eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×