Innlent

Fáir sérhæfa sig í íslensku

Íslendingar hafa staðið sig illa í móðurmálskennslu í grunnskólum í samanburði við önnur norræn lönd.

Þetta er meðal þess sem Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, fjallar um á fundi Sögufélagsins sem haldinn verður í Fischersundi 3 klukkan átta í kvöld. Í erindi sínu bendir Sigurður á að íslenska hafi ekki verið ofarlega á lista í íslensku skólastarfi.

Í nýlegri skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að aðeins um 52 prósent kennara í 8.-10. bekk hafi sérhæft sig í kennslugreininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×