Innlent

Höfnuðu öldungaráði

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði tillögu um að koma á fót sérstöku öldungaráði í bænum. Það var Samfylkingin sem vildi að ráðið yrði stofnað og tæki til umfjöllunar mál á borði bæjarstjórnar sem varða aðbúnað og kjör aldraðra í Kópavogi. Ætti ráðið að vera skipað þremur eldri borgurum og tveimur fulltrúum bæjarins.

„Hópur eldri borgara, sem skipar slíkt ráð, ætti að vera vel til þess fallinn að leggja til góðar hugmyndir í bæjarstjórn eða leggja raunhæft mat á verkefni og tillögur bæjarstjórnar," sagði í tillögunni sem var felld á síðasta bæjarstjórnarfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×