Innlent

Þriðjungur einn heima

Frístundaheimili
Krakkarnir í Melaskóla una glaðir við sitt.
Frístundaheimili Krakkarnir í Melaskóla una glaðir við sitt. MYND/gva

Eitt af hverjum þremur grunnskólabörnum í Reykjavík er eitt heima hjá sér eftir að skóla lýkur samkvæmt skrifstofustjóra tómstundamála borgarinnar.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR) segja að leysa þurfi úr málum þeirra barna sem eru á biðlista eftir að komast á frístundaheimili.

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bendir á að 2.294 börn eru með vistun á frístundaheimilum ÍTR en 102 börn eru á biðlista, nærri öll í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ.

Meirihlutinn bendir jafnframt á að þetta sé umtalsvert betri staða en á undanförnum árum en að ekki verði við unað fyrr en öll börnin hafi komist að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×