Innlent

Starfsmannaleigum fjölgar

Yfir þúsund starfsmenn eru ráðnir til fyrirtækja í gegnum starfsmannaleigur.
Yfir þúsund starfsmenn eru ráðnir til fyrirtækja í gegnum starfsmannaleigur.

Starfsmannaleigum hefur fjölgað um tíu frá því lögum um frjálst flæði launafólks frá ríkjum EES var aflétt 1. maí síðastliðinn. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Verkalýðsfélag Akraness fékk frá Vinnumálastofnun.

Fyrir 1. maí voru 344 starfsmenn ráðnir til fyrirtækja í gegnum starfsmannaleigur en eftir 1. maí urðu þeir 1.068 sem er fjölgun upp á 722 starfsmenn. Vinnumálastofnun telur að tíu til ellefu prósent þeirra erlendu starfsmanna sem hingað hafa komið til starfa séu í gegnum starfsmannaleigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×