Innlent

Dæmdur fyrir að berja barnsmóður sína

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Maðurinn var dæmdur fyrir endurtekið ofbeldi gegn barnsmóður sinni, og fyrrverandi sambýliskonu, og fyrir húsbrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn nálgunarbanni. Manninum var auk þess gert að greiða 425 þúsund krónur í sakarkostnað.

Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um vopnalagabrot því ekki þótti sannað að óeðlilegt væri að hann hefði borið á sér sjálfskeiðung sem lögreglan fann við leit á honum eftir handtöku.Dómurinn taldi hnífinn ekki ólöglegan sem slíkan og maðurinn hefði sagt fyrir dómi að hann notaði hnífinn við vinnu sína.

Maðurinn játaði fíkniefnalagabrot en neitaði að hafa beitt barnsmóður sína ofbeldi. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að brot mannsins væru alvarleg og að hann hefði valdið konunni líkamlegu sem og andlegu tjóni.

Dómnum þótti rétt að skilorðsbinda fimm mánuði af fangelsisvistinni því maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um brot á almennum hegningarlögum, hann búi á áfangaheimili, sé að taka á áfengisvanda sínum og sé í vinnu við múr og málun.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×