Innlent

Kæran var ekki nafnlaus

Skólafélag Bifrastar segir lsita með nöfnum kærenda vera til og að siðanefnd hafi haft vitneskju um slíkt.
Skólafélag Bifrastar segir lsita með nöfnum kærenda vera til og að siðanefnd hafi haft vitneskju um slíkt.

Skólafélag Bifrastar sendi frá sér tilkynningu til nemenda í gær þar sem kemur fram að ekki sé rétt að kæran sem send var siðanefnd skólans hafi verið nafnlaus. Siðanefnd hafi frá upphafi haft vitneskju um að þegar málið yrði tekið fyrir myndi hún fá nafnalista þeirra sem að kærunni stóðu. Ítrekar félagið einnig að hvorki það né stjórn þess eigi beina aðild að kærunni.

Líkt og kom fram í Fréttablaðinu í gær sendi Runólfur kærurnar á hendur sér og skýrslu sem fylgdi með sem viðhengi við fundarboð sitt þrátt fyrir að þau væru skilgreind sem trúnaðargögn. Siðanefnd Bifrastar sendi starfsfólki tölvupóst eftir fundinn þar sem hún segist telja birtingu þeirra gagna ekki samrýmast siðareglum háskólans.

Þar segir að „trúnaður er algjörlega nauðsynlegur eigi siðareglur að geta gegnt hlutverki sínu, og skólinn tryggt nemendum sínum og starfsmönnum leiðir til að koma skoðunum, ábendingum, gagnrýni, kvörtunum og kærum á framfæri án þess að þurfa að gjalda fyrir það á nokkurn hátt.“ Jón Ólafsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×