Innlent

Mótmæla frekari niðurgreiðslum

Frjálshyggjufélagið mótmælir harðlega hugmyndum um enn frekari niðurgreiðslu ríkisins á rekstri stjórnmálaflokkanna.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að með því að auka framlög ríkisins til stjórnmálaflokka séu skattgreiðendur neyddir til að styðja skoðanir sem þeir eru ósammála.

Frjálshyggjufélagið er þeirrar skoðunar að hækkun á framlagi ríkisins til flokka veiki lýðræðið því það gefi sitjandi flokkum enn meira forskot á þá hópa fólks sem kynnu að vilja bjóða sig fram til þings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×