Innlent

Konur vinna 63 stundir á viku

Vinnuvika evrópskra kvenna er töluvert lengri en karla þegar tekið er tillit til ólaunaðrar vinnu. Konur vinna um 63 stundir á viku í launaðri og ólaunaðri vinnu en karlar 51 klukkustund.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í evrópskri skýrslu um vinnutíma innan ESB.

Þriðjungur kvenna í ESB-löndum vinnur hlutastarf á móti einum af hverjum tíu körlum. Kynin gefa mismunandi skýringar á því af hverju þau vilja hlutastörf, konurnar nefna frekar skuldbindingar vegna fjölskyldu en karlarnir símenntun eða þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×