Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk 17. nóvember 2006 06:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndra MYND/pjetur Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu." Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu."
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira