Innlent

Gjaldþrot yfir hálfum milljarði

Í dómssal Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon.
Í dómssal Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon. MYND/Vilhelm

Innan við eitt prósent greiddist upp í samanlagðar kröfur í þrotabú Kristjáns Ra. Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfússonar samkvæmt auglýstum skiptalokum í Lögbirtingablaðinu 15. þessa mánaðar. Báðir voru Árni Þór og Kristján Ragnar dæmdir í einu umfangsmesta og umtalaðasta fjársvikamáli landsins, Landssímamálinu svokallaða.

Heldur meira var til í búi Kristjáns Ragnars, tæpar 2,7 milljónir króna upp í tæplega 97,2 milljóna króna kröfu, eða 2,74 prósent. Í búi Árna Þórs voru til rétt rúmar 1,4 milljónir króna upp í kröfur sem námu tæpum 443 milljónum króna, eða 0,32 prósent.

Samtals námu kröfur í bú Árna Þórs og Kristjáns Ragnar rétt tæpum 540 milljónum króna. Báðir urðu þeir fyrir kostnaði vegna dóma fyrir hylmingu í fjársvikamáli Símans og skattsvikamálum í fyrirtækjum sem þeir tengdust. Þannig var Árni Þór í síðasta mánuði dæmdur í Hæstarétti til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt vegna skattabrota, en Kristján Ragnar var dæmdur til greiðslu 18,5 milljóna króna. Há krafa í þrotabú þeirra skýrist því, að sögn Ingimars Ingimarssonar skiptastjóra bús Árna Þórs, af bótakröfu Símans vegna brota þeirra gegn fyrirtækinu. Bótakröfum Símans hafði verði vísað frá dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×