Innlent

Átak á sviði geðheilbrigðismála

Leikararnir Baltasar Kormákur og Ingvar Sigurðsson og forsvarsmenn félagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála skoða hér heimasíðuna www.spari.is.
Leikararnir Baltasar Kormákur og Ingvar Sigurðsson og forsvarsmenn félagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála skoða hér heimasíðuna www.spari.is.

„Þú gefur styrk“ er heiti átaks sem Sparisjóðurinn stendur fyrir meðal viðskiptavina sinna og landsmanna til styrktar verkefnum átta félagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála.

Átakið stendur til jóla og er tilgangur þess að safna fé til stuðnings hugmyndum samtakanna átta um hvernig betrumbæta megi geðheilbrigðisgeirann hér á landi. Hugmyndirnar að baki átakinu voru kynntar á blaðamannafundi á Grillinu á föstudag. Voru þar samankomnir rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og helstu leikarar kvikmyndarinnar Englar alheimsins, sem buðu fulltrúum félagasamtakanna til borðs með táknrænum hætti.

Á fundinum var sagt frá því að viðskiptavinir Sparisjóðsins ráða til hvaða félaga styrkjum er varið, ákveði þeir á annað borð að styrkja átakið. Sparisjóðurinn leggur þá að lágmarki 1.000 kr. til þess verkefnis í nafni viðskiptavinarins.

Sérstakur sími, 901 1000, verður jafnframt opnaður svo landsmenn allir geti lagt málefninu lið, en uppsafnaðir fjármunir skiptast jafnt á verkefnin átta.

Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um átakið og félögin sem að því koma í næsta sparisjóði eða á heimasíðunni www.spari.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×