Mýrin fékk flest verðlaun 20. nóvember 2006 06:00 Afhending Edduverðlaunanna fór fram við glæsilega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Mikil stemning var í salnum og vöktu kynnarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mikla kátínu meðal viðstaddra. Edduverðlaunin sem besta mynd ársins hlaut Mýrin og fékk Baltasar Kormákur leikstjóri hennar jafnframt Edduna fyrir leikstjórn. Baltasar minntist sérstaklega á framlag eldri kynslóðar leikara til myndarinnar. Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir aðalhlutverk sitt í Mýrinni og Atli Rafn Sigurðsson fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Loks fékk Mugison Edduna fyrir hljóð og tónlist í Mýrinni. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaður ársins í netkosningu og risu viðstaddir úr sætum og fögnuðu honum gríðarlega. „Ég þakka þeim af auðmýkt sem hafa stutt mig á þessu óvenjulega ári sem ég hef lifað núna,“ sagði Ómar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun ÍKSA. Magnús hvatti til frekari framlaga stjórnvalda til framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. „Með nægu fjármagni geta Íslendingar verið á heimsmælikvarða,“ sagði hann í þakkarræðunni. Kompás var valinn sjónvarpsþáttur ársins og Anna og skap-sveiflurnar stuttmynd ársins. Kvikmyndin Börn fékk Edduna fyrir handrit ársins og gamanþátturinn Stelpurnar fékk Edduna fyrir leikið sjónvarpsefni. Jón Ólafs var valinn besti skemmtiþátturinn. Óttar Guðnason hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í Little trip to Heaven og Skuggabörn var valin heimildarmynd ársins. Loks hlaut stuttmyndin Presturinn, djákninn og brúðguminn hvatningarverðlaun Eddunnar. Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Afhending Edduverðlaunanna fór fram við glæsilega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Mikil stemning var í salnum og vöktu kynnarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mikla kátínu meðal viðstaddra. Edduverðlaunin sem besta mynd ársins hlaut Mýrin og fékk Baltasar Kormákur leikstjóri hennar jafnframt Edduna fyrir leikstjórn. Baltasar minntist sérstaklega á framlag eldri kynslóðar leikara til myndarinnar. Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir aðalhlutverk sitt í Mýrinni og Atli Rafn Sigurðsson fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Loks fékk Mugison Edduna fyrir hljóð og tónlist í Mýrinni. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaður ársins í netkosningu og risu viðstaddir úr sætum og fögnuðu honum gríðarlega. „Ég þakka þeim af auðmýkt sem hafa stutt mig á þessu óvenjulega ári sem ég hef lifað núna,“ sagði Ómar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun ÍKSA. Magnús hvatti til frekari framlaga stjórnvalda til framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. „Með nægu fjármagni geta Íslendingar verið á heimsmælikvarða,“ sagði hann í þakkarræðunni. Kompás var valinn sjónvarpsþáttur ársins og Anna og skap-sveiflurnar stuttmynd ársins. Kvikmyndin Börn fékk Edduna fyrir handrit ársins og gamanþátturinn Stelpurnar fékk Edduna fyrir leikið sjónvarpsefni. Jón Ólafs var valinn besti skemmtiþátturinn. Óttar Guðnason hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í Little trip to Heaven og Skuggabörn var valin heimildarmynd ársins. Loks hlaut stuttmyndin Presturinn, djákninn og brúðguminn hvatningarverðlaun Eddunnar.
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira