Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka 20. nóvember 2006 04:30 Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir þins. MYND/Pjetur Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir." Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir."
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira