Innlent

Íbúðirnar funheitar

Grétar Már Sigurðsson
Grétar Már Sigurðsson

„Það er okkar mat að þetta séu skemmdir upp á tugi milljóna, en ekki marga og alls ekki hundruð eins og komið hefur fram,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, spurður um vatnstjónið í íbúðum varnarliðsins.

Því hefur verið haldið fram að ástæða lekans geti verið sú að húsin hafi ekki verið kynt sem er alrangt að sögn Grétars. „Við stöndum í þeirri meiningu að húsin hafi verið funheit. Menn voru að tala um að draga niður í hitanum þess vegna sem var reyndar aldrei gert.“ Grétar segir þó hugsanlegt að einhverjir ofnar hafi verið bilaðir.

Skoðun á umfangi skemmdanna lauk á miðvikudag og kom í ljós að 69 íbúðir í tíu fjölbýlishúsum höfðu skemmst, margar hverjar mjög mikið.

Valgerður Sverrisdóttur hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann kanni tildrög þess að tjón varð á varnarsvæðinu vegna vatnsleka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×