Biðtími fatlaðra barna mun styttast 24. nóvember 2006 01:00 Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira