Tónlist

Íslensk tónlist fær góðan stuðning

Jakob segir að langþráð stoðkerfi við tónlistina hafi loksins verið myndað.
Jakob segir að langþráð stoðkerfi við tónlistina hafi loksins verið myndað.

Samningur um rekstur útflutningsskrifstofu fyrir tónlist var undirritaður á dögunum. Felur hann í sér loforð um aukin fjárframlög til íslenskrar tónlistar.

„Þetta var stór dagur fyrir tónlistina á Íslandi því þarna sýndu menn hug sinn til þessarar greinar sem hefur stundum þótt dálítið afskipt. Afrakstur áratuga lobbíisma er að líta dagsins ljós,“ segir Jakob Frímann Magnússon, sem er á meðal þeirra sem hafa beitt sér í málinu.

„Þetta mun gefa henni skilyrði sambærileg við aðrar greinar. Það má segja þessum ágætu ráðherrum til hróss að þeir gerðu þetta glæsilega með hjálp Björgólfs Guðmundssonar [bankastjóra Landsbankans] og Samtóns [samtök réttahafa tónlistar]. Nú er búið að mynda langþráð stoðkerfi sem verður að einhverju leyti til fulltingis því sjálfssprottna stoðkerfi sem Reykjavíkurborg, Samtónn og Flugleiðir bjuggu til með Loftbrú,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×