Hirðgítarleikari X-Factor 28. nóvember 2006 10:30 Friðrik Karlsson hefur starfað mikið fyrir Simon Cowell undanfarin ár. MYND/Heiða Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira