Innlent

Starfsmannaleigum fækkar

 „Erfiðustu“ starfsmannaleigunum mun hafa fækkað mest, því fyrirtæki vildu ekki nýta sér þjónustu sem leit út fyrir að vera ólögleg. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
„Erfiðustu“ starfsmannaleigunum mun hafa fækkað mest, því fyrirtæki vildu ekki nýta sér þjónustu sem leit út fyrir að vera ólögleg. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. MYND/Vilhelm

Starfsmannaleigum hefur fækkað um þrjár hér á landi það sem af er nóvembermánuði, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 28 starfsmannaleigur skráðar á Íslandi í síðustu viku, en 22 þeirra voru með virka starfsemi og 798 erlenda starfsmenn.

Nokkurn tíma mun hafa tekið að fá sumar starfsmannaleignanna til að skrá sig hjá Vinnumálastofnun eftir gildistöku nýrra laga um áramót og starfsmenn stofnunarinnar voru önnum kafnir fyrstu mánuði ársins við að reka á eftir starfsmannaleigunum að skrá sig í kerfið.

Alls hafa 0,5 til 0,6 prósent vinnuafls á Íslandi unnið á vegum starfsmannaleigna á árinu og er það mun lægra hlutfall en þekkist víðast hvar í Evrópu. Einna hæst mun hlutfall starfsmanna hjá leigum vera í Þýskalandi og Frakklandi og sérstaklega í Hollandi, en þar er hlutfallið um fjögur prósent, að sögn Jóns Sigurðar Karlssonar, verkefnisstjóra Vinnumálastofnunar.

Nýjustu tölur um starfsmannaleigur má nálgast á heimasíðu Vinnumálastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×