Google sagt brjóta á blaðaútgefendum 29. nóvember 2006 06:30 google Belgískir blaðaútgefendur saka Google um að nota efni úr dagblöðum án leyfis. MYND/AFP Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin. Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin.
Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira